Færsluflokkur: Bloggar
29.7.2007 | 23:50
Löglegur hraði í gegnum Borg í Grímsnesi of mikill
Þetta er annað banaslysið á þessum stað á tveimur árum. Þarna þarf orðið að gera eitthvað því hraðinn í gegnum Borg í Grímsnesi er allt allt of mikill. Fyrir þá sem átta sig ekki á aðstæðum þá ætla ég að lýsa þeim örstutt.
Þarna á nokkur hundruð metra kafla eru 5- 6 afleggjarar út af aðalveginum. Ef þú ert á austurleið þá kemur þú fyrst til hægri að heimreiðinni að bænum Stóra Borg, rétt þar á eftir á vinstri hönd er innakstur að Félagsheimilinu Borg, skóla, sundlaug og íþróttamiðstöð ásamt hreppskrifstofum og Tjaldsvæði. Örfáum metrum seinna er síðan innkeyrslan að Kránni Gamla Borg og þar við hliðina er Verslunin Borg og Bensínafgreiðsla. Rétt þar fyrir austan er síðan til hægri vegurinn að Sólheimum sem er fjölfarinn vegur bæði vegna Sólheima og svo fjölda sumarbústaða á leiðinni. Beint á móti er síðan innkeyrslan í íbúða hverfið á Borg. Þessi verslun er fjölsótt á sumrin af sumarhúsaeigendum í kring auk annarra ferðamanna. Þarna er síðan verið að byggja golfvöll, og íbúðabyggðin að þéttast ásamt fjölgun sumarhúsa. Ég myndi flokka þetta með þéttbýli og því ætti að lækka hraðan í gegnum staðinn a.m.k niður í sjötíu ef ekki 50. Einnig væri hringtorg á gatnamótin við Sólheimaafaleggjaran mikið til bóta. Það myndi draga verulega úr hraðanum þarna í gegn.
Ég skil ekki aflverju það er leifður 90 km hraði í gegnum þennan stað með svona miklum umsvifum eins og ég var að lýsa.
Þarna er komin vísir að þéttbýli og þjónusta hreppsins er á þessum stað því tel ég að hraðinn eigi að vera eins og í öðrum þéttbýlisstöðum af sömu stærðargráðu. Margir minni staðir hafa lægri hámarkshraða hjá sér.
Eru engar reglur um það hjá Vegagerðinni um það hvenær staður sé orðinn það umfangsmikill að hann teljist þéttbýli eða þannig að umferðarhraði eigi að vera lægri. Ég hélt að hámarkshraði 90 km eigi við við allra bestu aðstæður. Þær aðstæður eru ekki þarna.
Vil að lokum votta þeim sem eiga sárt um að binda samúð mína
Banaslys á Biskupstungnabraut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.7.2007 | 10:58
Lagt bílum sínum
Ég hélt að þetta fólk væri of umhverfissinnað til að eiga eða nota bíla. Ekki nema að þau sjái eina tilgang með bílum sé að nota þá sem vegatálmanir.
Held að þau ættu að drífa sig aftur í hellinn sem þau virðast hafa komið út úr fyrir stuttu.
Átta mótmælendur handteknir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.7.2007 | 11:19
Brotlenda og nauðlenda
Þessi frétt er alveg einstaklega furðulega orðuð. Fisið brotlenti og þyrlan náði hins vegar að nauðlenda. Var hætta á því að þyrlan myndi brotlenda líka? Eða nauðlentu þeir þyrlunni vegna þess að fisið brotlenti. Ég hef alltaf haldið að þegar um nauðlendingu sé að ræða þá sé veruleg hætta fyrir hendi og fólk í hættu. Álíka mikil og í brotlendingu.
Ég tel að nauðlending sé brotlending sem búið er að "undirbúa" að því marki að lágmarka tjón
Þessi frétt er hálfkveðin eins og allt og algengt er að verða að sé sent inn á mbl.is. Er ekki betra að fá aðeins betri upplýsingar áður en þessu er hent inn á netið. Það hefði verið betra að segja að flugslys hafi orði á Grænlandi. Vélin var að koma frá Íslandi og frekari upplýsingar sé að vænta fljótlega.
Fisvél á leið frá Íslandi brotlenti á Grænlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.7.2007 | 13:15
Íslenskir stórkaupmenn handteknir í rassíu lögreglu gegn verðhækkunum
Íslensk stjórnvöld ættu að taka sér stjórnvöld í Zimbabwe sér til fyrirmyndar og beita sömu aðferðum til að ná fram lækkuðu verði á matvælum og öðrum nauðsynjum sem virðast ekki hafa tekist sem skyldi ef eitthvað er að marka skoðana kannanir ASÍ.
Hugsið ykkur hvernig ástandið hérna yrði þegar búið væri að handtaka Jóhannes í Bónus og fleiri stórkaupmenn í landinu. Fjölmiðlar færu sennilega alveg yfir um og yrðu með beinar útsendingar í sjónvarpi frá Kringlunni og Smáralind þegar lögreglan gerði rassíu þar til að kanna hvort vöruverð hefði lækkað.
Stórkaupmennirnir fengu sennilega sekt og vöruverð mun örugglega hækka í kjölfarið og ASÍ yrði með útskýringarnar á því á hreinu, og hún er að kaupmenn hafa sett sektirnar út í verðlagið.
Er eiginlega ekki viss lengur um hvort þessi aðferð virki því við verðum búinn að gleyma því af hverju þeir voru handteknir upphaflega þegar dómur verður kveðinn upp í málinu, og tilgangurinn með aðgerðunum mun því engu skila
Handteknir fyrir að virða ekki tilmæli stjórnvalda í Zimbabve | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2007 | 11:04
Þektur lygari?
Maður myndi ætla að fyrirsögn fréttarinnar að um alræmdan lygalaup væri að ræða.
Sennilega hefur hann tekið upp á þessu áður en verið hófsamari í lygunum. Mynnist þess samt séð hann tilkynna frost fyrir nokkrum sumrum síðan. En fólki fannst það ekkert merkilegt því að við íslendingar erum svo sem ekkert óvanir því. Við erum hins vegar ekki vön þessu veðurlagi hér svona í marga daga.
Það skyldi þá aldrei vera að blessaður mælirinn hafi verið með sólsting og í hitaslagi
Lygamælir slær met | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.6.2007 | 13:54
Með byssuna undir koddanum?
Hann hefur aldeilis sofið fast þessi. Þessi hjón hljóta að hafa haft byssuna undir koddanum af "öryggisástæðum"
Fyrr í þessari viku var önnur álíka frétt frá henni Ameríku um lögreglukonu sem skaut sig í gegnum handarbakið inn í annað eyrað og út um hitt og lifði það af. Lögregluyfirvöld sáu ástæðu til þess að senda út tilkynningu um að lögregluþjónar hættu að sofa með byssurnar undir koddanum.
Höfuðverkurinn stafaði af byssukúlu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.6.2007 | 23:05
Tveir + einn vegur hvað??
Var á leið yfir Hellisheiði á leið til Reykjavíkur um kvöldmatarleitið. Kom akandi niður á Suðurlandsveg hjá Ingólfsfjalli og þegar ég var ný búinn að beygja inn á veginn þar var fyrsta lullið á leiðinni. Úr því losnaði fljótlega en næsta lull var hjá hringtorginu hjá Hveragerði. Komst á skrið eftir að vera kominn fram hjá því og upp Kambana tók fram úr þar fullt af hjólhýsum og fellihýsum. Efst í Kömbunum lenti ég fyrir aftan eða hliðina á einum sem áttaði sig ekki á því hvað hann var á breiðu hjólhýsi, hann tók eiginlega tvær akreinar, a.m.k eina og hálfa, var því smástund að komast fram úr honum. Eftir að manni tókst það þá komst maður á ágætis skrið þar til að maður kom að nýja vegarkaflanum í Svínahrauninu. Tveir + einn veginum þar var ekkert lull, þar var bara STOPP.
Þarna sniglaðist maður áfram á 20-30 km hraða þegar maður var svo ekki stopp. Ástæðan kom svo í ljós þegar maður kom niður fyrir Þrengslavegamótin. Þar þrengist vegurinn á leið til Reykjavíkur í eina akrein úr tveimur og þar þurfa tvær yfirfullar akreinar að sameinast í eina. Þið vitið hvað gerist á Miklubrautinni eða Kringlumýrarbrautinni þegar það vantar eina akrein inní af einhverri ástæðu, jú umferðin stoppar. Á sama punkti kemur svo umferðin af Þrengslaveginum inná. HVERNIG Á ÞETTA AÐ VERA HÆGT??
Til að toppa allt saman þá voru einhverjar stelpur á GRÆNUM Nissan fyrir framan mig og hleyptu þær öllum bílum fram fyrir sig sem komu á vinstri akreininni, tel að þær hafi einu sinni hleypt tíu bílum í röð fyrir framan sig. Svona gerir maður ekki. Allt í lagi að hleypa einum og einum fyrir framan sig en ekki ÖLLUM, það tefur bara umferðina fyrir aftan ykkur, held að þið hafið gert íllt verra. Það var eins og þið væruð hræddar við bílana sem komu við hliðina á ykkur.
Þarna loksins skildi ég það sem margir hafa verið að tala um að tveir + einn vegur sé ekki nóg. Það er alveg rétt, hann annar ekki allri umferð þegar hún er svona mikil. Þegar maður loksins komst fram hjá þessari þrengingu (hálftími að aka frá Skíðaskálanum í Hveradölum að Litlu Kaffistofunni) Þá gekk umferðin að mestu ágætlega þangað til maður kom að Lögmannsbrekkunni þá fór maður lulla aftur þar til maður kom að Rauðavatni. Ástæða tvö Hringtorg á þessum slóðum sem hægðu á umferðinni. Ég fór reyndar í gegnum Norðlingaholtið og sparaði mér smá tíma þar
Þessi reynsla sannaði það fyrir mér að Suðurlandsvegurinn er sprunginn fyrir löngu og tveir + einn vegurinn, sem er að mörgu leiti ágætur í svona venjulegri umferð á virkum dögum á milli 9-16 er langt frá því að virka.
Þung umferð í átt að höfuðborginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.6.2007 | 14:53
Skilríki Takk
Hvernig á að fylgjast með því að það séu bara Kópavogsbúar sem fái frítt í strætó hjá Strætó bs.
Á að tékka á eldri borgurum og athuga hvort þeir sú úr Hafnarfirði og skólafólk út Reykjavík. Verður beðið um skilríki við innganginn til að tékka á því hvaðan fólk er og rukkað eftir því?
Frítt í strætó fyrir Kópavogsbúa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.6.2007 | 09:31
Ímynd kennarastarfsins orsök lágra launa?
Þykir mjög leiðinlegt að heyra ef flótti er hlaupinn í kennarastéttina vegna kjaramála. En getur ekki verið þetta hafi eitthvað með ímynd kennara að gera út í þjóðfélaginu?
Ég heyri mjög mikið í kringum mig um að kennarar hafi "alveg nóg laun" miðað við vinnuframlag, þ.e. löng sumarfrí, jólafrí og svo framvegis. Einnig held ég að fólk geri sér ekki grein fyrir hve mikið álagsstarf þetta sé. Ég veit eftir að hafa unnið við að reikna út laun og vinnutíma kennara í mörg ár að svo er ekki farið. En að reyna að fara að útskýra eða rökræða þennan útreikning við fólkið í landinu er ekki hægt. Fólk vill ekki skilja hvernig þessir hlutir eru.
Þetta er mein sem verður að uppræta, stjórnvöld og kennarasamböndin verða að ég held að fara í átak og leiða fólk í sannleikann um hvernig vinnuframlag kennara reiknast. Fyrr held ég að sátt verði ekki um það í þjóðfélaginu um að kennarar eigi að vera með hærri laun.
Vona að í þetta verði farið sem fyrst því að börnin okkar eiga það besta skilið og held ég að hærri laun kennara skili betur menntuðum einsaklingum út í þjóðfélagið
Flótti hlaupinn í kennarastéttina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.6.2007 | 21:54
Líkamsrækt fyrir börn(Heilsuakademían part II)
Eins og ég nefndi í færslunni um daginn þá kynntist ég kostum Heilsuakademíunnar fyrst þegar ég fór þangað uppeftir til að ganga frá skráningu dóttur minnar á námskeið hjá þeim. Þau í Heilsuakademíunni hafa frá upphafi verið með fjölda námskeiða ætluð börnum og unglingum, og er þetta einn af fáum líkamsræktarstöðvum(heilsuræktum) sem gera sérstaklega vel við börn. Man bara eftir þeim og World Class. Frá upphafi hafa þau kappkostað að vera með fjölbreitt úrval af námskeiðum sem hæfa öllum börnum.
Allavega, dóttir mín á tólfta ári hefur í vetur verið ákaflega dugleg að mæta til þeirra á námskeið og hefur hún kynnst þarna hlutum sem hún hefur ekki kynnst hjá íþróttarfélögum þ.e. hún hefur getað æft þarna eins og sig langar og án þrýstings um að taka þátt í keppnum, sem einhverja hluta vegna er órjúfanlegur þáttur hjá íþróttafélögunum. Það er ekki fyrir alla og þar á meðal börn að taka þátt í keppni. Hef meira að segja upplifað það að hún hefur misst áhugann á því að æfa vissa íþrótt vegna þrýstings frá þjálfara um að hún taki þátt í keppnum. Einnig að hún hefur verið gjaldfelld hjá íþróttafélagi vegna þess að hún sýndi ekki áhuga á því að keppa.
Þetta er kolröng stefna hjá Íþróttafélögunum og hefur orsakað það að fjöldi barna finna sig ekki í því að mæta á æfingar hjá þeim þar sem kröfurnar eru of miklar.
Þetta er öðruvísi hjá Heilsuakademíunni og þar mæta allir eins og þeim langar til þurfa ekki að standast neinar væntingar eða kröfur þjálfara heldur fá að njóta sín eins og þau eru. Þau hjá Heilsuakademíunni eru til fyrirmyndar varðandi þetta og það mega aðrir tileinka sér. Íþróttafélögin varðandi keppnismálin og aðrar líkamsræktarstöðvar að taka betur á móti börnum. Ekki veitir af þegar hreyfingarleysi og offituvandamál barnaner alltaf að verða meiri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)