Íslenskir stórkaupmenn handteknir í rassíu lögreglu gegn verðhækkunum

Íslensk stjórnvöld ættu að taka sér stjórnvöld í Zimbabwe sér til fyrirmyndar og beita sömu aðferðum til að ná fram lækkuðu verði á matvælum og öðrum nauðsynjum sem virðast ekki hafa tekist sem skyldi ef eitthvað er að marka skoðana kannanir ASÍ.

Hugsið ykkur hvernig ástandið hérna yrði þegar búið væri að handtaka Jóhannes í Bónus og fleiri stórkaupmenn í landinu.  Fjölmiðlar færu sennilega alveg yfir um og yrðu með beinar útsendingar í sjónvarpi frá Kringlunni og Smáralind þegar lögreglan gerði rassíu þar til að kanna hvort vöruverð hefði lækkað.

Stórkaupmennirnir fengu sennilega sekt og vöruverð mun örugglega hækka í kjölfarið og ASÍ yrði með  útskýringarnar á því á hreinu, og hún er að kaupmenn hafa sett sektirnar út í verðlagið.

 Er eiginlega ekki viss lengur um hvort þessi aðferð virki því við verðum búinn að gleyma því af hverju þeir voru handteknir upphaflega þegar dómur verður kveðinn upp í málinu, og tilgangurinn með aðgerðunum mun því engu skila


mbl.is Handteknir fyrir að virða ekki tilmæli stjórnvalda í Zimbabve
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband