Löglegur hraði í gegnum Borg í Grímsnesi of mikill

Þetta er annað banaslysið á þessum stað á tveimur árum.  Þarna þarf orðið að gera eitthvað því hraðinn í gegnum Borg í Grímsnesi er allt allt of mikill.  Fyrir þá sem átta sig ekki á aðstæðum þá ætla ég að lýsa þeim örstutt. 

Þarna á nokkur hundruð metra kafla eru 5- 6 afleggjarar út af aðalveginum.  Ef þú ert á austurleið þá kemur þú fyrst til hægri að heimreiðinni að bænum Stóra Borg, rétt þar á eftir á vinstri hönd er innakstur að Félagsheimilinu Borg, skóla, sundlaug og íþróttamiðstöð ásamt hreppskrifstofum og Tjaldsvæði. Örfáum metrum seinna er síðan innkeyrslan að Kránni Gamla Borg og þar við hliðina er Verslunin Borg og Bensínafgreiðsla.  Rétt þar fyrir austan er síðan til hægri vegurinn að Sólheimum sem er fjölfarinn vegur bæði vegna Sólheima og svo fjölda sumarbústaða á leiðinni.  Beint á móti er síðan innkeyrslan í íbúða hverfið á Borg.  Þessi verslun er fjölsótt á sumrin af sumarhúsaeigendum í kring  auk annarra ferðamanna.  Þarna er síðan verið að byggja golfvöll, og íbúðabyggðin að þéttast ásamt fjölgun sumarhúsa.  Ég myndi flokka þetta með þéttbýli og því ætti að lækka hraðan í gegnum staðinn a.m.k niður í sjötíu ef ekki 50.  Einnig væri hringtorg á gatnamótin við Sólheimaafaleggjaran mikið til bóta.  Það myndi draga verulega úr hraðanum þarna í gegn.

 Ég skil ekki aflverju það er leifður 90 km hraði í gegnum þennan stað með svona miklum umsvifum eins og ég var að lýsa.

Þarna er komin vísir að þéttbýli og þjónusta hreppsins er á þessum stað því tel ég að hraðinn eigi að vera eins og í öðrum þéttbýlisstöðum af sömu stærðargráðu.  Margir minni staðir hafa lægri hámarkshraða hjá sér.

 Eru engar reglur um það hjá Vegagerðinni um það hvenær staður sé orðinn það umfangsmikill að hann teljist þéttbýli eða þannig að umferðarhraði eigi að vera lægri. Ég hélt að hámarkshraði 90 km eigi við við allra bestu aðstæður.  Þær aðstæður eru ekki þarna.

Vil að lokum votta þeim sem eiga sárt um að binda samúð mína


mbl.is Banaslys á Biskupstungnabraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband