Líkamsrækt fyrir börn(Heilsuakademían part II)

Eins og ég nefndi í færslunni um daginn þá kynntist ég kostum Heilsuakademíunnar fyrst þegar ég fór þangað uppeftir til að ganga frá skráningu dóttur minnar á námskeið hjá þeim.  Þau í Heilsuakademíunni hafa frá upphafi verið með fjölda námskeiða ætluð börnum og unglingum, og er þetta einn af fáum líkamsræktarstöðvum(heilsuræktum) sem gera sérstaklega vel við börn. Man bara eftir þeim og World Class. Frá upphafi hafa þau kappkostað að vera með fjölbreitt úrval af námskeiðum sem hæfa öllum börnum. 

 Allavega, dóttir mín á tólfta ári hefur í vetur verið ákaflega dugleg að mæta til þeirra á námskeið og hefur hún kynnst þarna hlutum sem hún hefur ekki kynnst hjá íþróttarfélögum þ.e. hún hefur getað æft þarna eins og sig langar og án þrýstings um að taka þátt í keppnum, sem einhverja hluta vegna er órjúfanlegur þáttur hjá íþróttafélögunum.  Það er ekki fyrir alla og þar á meðal börn að taka þátt í keppni.  Hef meira að segja upplifað það að hún hefur misst áhugann á því að æfa vissa íþrótt vegna þrýstings frá þjálfara um að hún taki þátt í keppnum.  Einnig að hún hefur verið gjaldfelld hjá íþróttafélagi vegna þess að hún sýndi ekki áhuga á því að keppa.

 Þetta er kolröng stefna hjá Íþróttafélögunum og hefur orsakað það að fjöldi barna finna sig ekki í því að mæta á æfingar hjá þeim þar sem kröfurnar eru of miklar.

 Þetta er öðruvísi hjá Heilsuakademíunni og þar mæta allir eins og þeim langar til þurfa ekki að standast neinar væntingar eða kröfur þjálfara heldur fá að njóta sín eins og þau eru.  Þau hjá Heilsuakademíunni eru til fyrirmyndar varðandi þetta og það mega aðrir tileinka sér.  Íþróttafélögin varðandi keppnismálin og aðrar líkamsræktarstöðvar að taka betur á móti börnum.  Ekki veitir af þegar hreyfingarleysi og offituvandamál barnaner alltaf að verða meiri.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Gaman að heyra þetta, það er svo misjafnt hvort börn hafa gaman af keppnum, en öll hafa þau gaman af því að hreyfa sig og reyna á sig.

Ester Sveinbjarnardóttir, 5.6.2007 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband