Ímynd kennarastarfsins orsök lágra launa?

Þykir mjög leiðinlegt að heyra ef flótti er hlaupinn í kennarastéttina vegna kjaramála.  En getur ekki verið þetta hafi eitthvað með ímynd kennara að gera út í þjóðfélaginu?

Ég heyri mjög mikið í kringum mig um að kennarar hafi "alveg nóg laun" miðað við vinnuframlag, þ.e. löng sumarfrí, jólafrí og svo framvegis.  Einnig held ég að fólk geri sér ekki grein fyrir hve mikið álagsstarf þetta sé.  Ég veit eftir að hafa unnið við að reikna út laun og vinnutíma kennara í mörg ár að svo er ekki farið.  En að reyna að fara að útskýra eða rökræða þennan útreikning við fólkið í landinu er ekki hægt.  Fólk vill ekki skilja hvernig þessir hlutir eru.

 Þetta er mein sem verður að uppræta, stjórnvöld og kennarasamböndin verða að ég held að fara í átak og leiða fólk í sannleikann um hvernig vinnuframlag kennara reiknast.  Fyrr held ég að sátt verði ekki um það í þjóðfélaginu um að kennarar eigi að vera með hærri laun.

 Vona að í þetta verði farið sem fyrst því að börnin okkar eiga það besta skilið og held ég að hærri laun kennara skili betur menntuðum einsaklingum út í þjóðfélagið 


mbl.is Flótti hlaupinn í kennarastéttina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Almenningur er ekki í aðstöðu til þess að ákvarða laun kennara, svo ímynd almennings á störfum kennara er aðeins mannbætandi ekki til þess að hækka laun kennara.  Það er ekki nýlunda að störf þeirra sem sinna börnum og ungmennum séu ekki metin til fjár, hver ástæðan er fyrir því get ég ekki sagt til um.  Störf kvenna er oft álitin léttvæg.. bara þetta og bara hitt.. kanski vegna þess að konur eru ekki mikið að kvarta yfir sínum störfum heldur ganga að þeim af skyldurækni og trúmennsku.

90 % af stjórnnarstörfum í landinu eru stunduð af karlmönnum, sem er í röngu hlutfalli við heildarstörf kynja á vinnumarkaði.   Það liggja ekki fyrir rannsóknir á þessu ferli frekan en svo mörgu öðru í þessu landi.

Ester Sveinbjarnardóttir, 8.6.2007 kl. 23:00

2 Smámynd: Hrafn Óttarsson

Auðvitað ákvarða almenningur ekki laun kennara í landinu, en þessi afstaða fólks um laun kennara á líka við þá sem stjórna verkalíðshreifingunni og eru sumsstaðar í áhrifastöðum í þjóðfélaginu.  Þannig að þeir endurspegla hugsun alemennings.  Almenningur í landinu sér það ekki að inn í laun kennara er tekið það að þeir hafi námskeiðsskyldu fyrir utan skólalatíma sem reiknast til tekna, að undirbúningur og fleira í þeim dúr (yfirferð á verkefnum og svo frv) er áætlað að sé fyrir utan kennslu tíma og svo frv.  Þetta eru tímar sem kennara hafa að hluta til visst frjálsræði. Fólk sér þetta ekki þar sem þetta eru ekki áþreifanleg störf.  Því þarf að útskýra þetta fyrir fólki þannig að það skilji eða breita þannig að starfið verði meira áþreifanlegt fyrir almenning.  Að vísu eru til fullt af svona störfum í landinu annarsstaðar en þegar kemur að kennurum þá virðist fólk ekki skilja þetta.  Þetta hefur eitthvað með ímyndina að gera

Hrafn Óttarsson, 9.6.2007 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband